Stjórnendur kaupa Málmsteypuna

Samið hefur verið um sölu á 100% hlutafjár Málmsteypu Þorgríms Jónssonar. Kaupendur eru stjórnendur félagsins og sjóður í rekstri Ísafold Capital Partners.

Samið hefur verið um sölu á 100% hlutafjár Málmsteypu Þorgríms Jónssonar ehf. Kaupendur eru stjórnendur félagsins, þeir Einar Rögnvaldsson og Anton Reynir Hafdísarson, ásamt MF4 hs., sem er sérhæfður lánasjóður í rekstri Ísafold Capital Partners hf. Með þessari sölu er enn einni árangursríkri útgöngu úr fyrsta sjóðnum lokið.

Alfa Framtak tók við félaginu í janúar 2020 og er stefnt að því að félagið verði afhent í janúar 2026, þegar allir fyrirvarar eru frá. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. BBA//Fjeldco veittu kaupendum og LOGOS seljendum lögfræðilega ráðgjöf.

Það má með sanni segja að um umbreytingarverkefni hafi verið að ræða. Undir eignarhaldi Alfa Framtaks hefur félaginu verið umbreytt úr rótgrónu fjölskyldufyrirtæki, í burðarstólpa á markaði með fráveitulausnir.

Fjárfest hefur verið í framleiðslunni, endursölu- og innflutningshlutinn styrktur, faglegir stjórnendur verið ráðnir inn, vörumerkið styrkt, ferlum komið á í öllu frá framleiðslu til sölu svo dæmi séu nefnd. Við teljum verkefnið sýna hvernig árangri sé hægt að ná með virkilega virku eignarhaldi. Á eignarhaldstímanum hafa tekjur og EBITDA tvöfaldast og eru tækifærin í rekstrinum til næstu ára veruleg og hægt að byggja á þeim trausta grunni sem nú er til staðar.

Teymi Alfa Framtaks óskar Einari, Antoni Reyni og Ísafold Capital Partners til hamingju með áfangann.

Next
Next

Alfa Framtak selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands