Alfa Framtak selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands
Í síðustu viku var tilkynnt að sjóður í rekstri Alfa Framtaks (AF1), ásamt Landsbankanum, hafi samanlagt selt 100% hlut í Greiðslumiðlun Íslands ehf. til Símans hf. Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Alfa Framtak kom að félaginu árið 2019 með það að markmiði að styðja við frekari vöxt. Á undanförnum árum hefur félagið eflt starfsemina verulega, meðal annars með þróun nýrra tekjustofna sem mynda nú traustan grunn til áframhaldandi vaxtar.
Eftir viðskiptin hefur AF1 endurgreitt 1,15x (DVPI) af heildaráskriftarloforðum sjóðsins. Samkvæmt Pitchbook er DVPI hlutfall AF1 tvöfalt hærra en meðaltal sambærilegra sjóða í Evrópu. Þrjú af sex félögum eru enn í eignasafni sjóðsins.
Við óskum GMÍ og starfsfólki félagsins til hamingju með áfangann. Jafnframt óskum við félaginu og nýjum eigendum áframhaldandi velgengni á komandi árum.