TÍMAMÓT
boðskort
Í tilefni af lokun þriðja sjóðsins okkar AF3 þá bjóðum við þér að fagna með okkur í Grósku þann 14. maí kl. 20:00
Síðastliðinn áratug hefur umhverfið í fjárfestingum í óskráðum fyrirtækjum tekið stakkaskiptum. Mikill uppgangur hefur verið hjá íslenskum vísisfjárfestum, nýir framtakssjóðir hafa rutt sér til rúms og erlendir fjárfestar eru farnir að sýna fjárfestingum hérlendis aukinn áhuga. Alfa Framtak hefur leikið lykilhlutverk í þessari þróun.
AF3 er nýjasti sjóðurinn í rekstri Alfa Framtaks og er hann jafnframt sá stærsti til þessa, ríflega 22 milljarðar króna við fyrstu lokun. Að baki sjóðnum stendur breiður hópur fjárfesta, en þar á meðal er Evrópski fjárfestingarsjóðurinn (EIF). Markmið næstu ára er skýrt: Að vinna með öflugu fólki við að raungera stórar hugmyndir.
Við stöndum á tímamótum í íslensku atvinnulífi. Framtakssjóðir eru búnir að sanna sig og nú er kominn tími til þess að taka næstu skref í stuðningi við íslensk fyrirtæki og athafnafólk. Með stærri sjóðum er hægt að styðja betur við vaxtarfyrirtæki, innlend rekstrarfélög og að hjálpa íslenskum útflutningsgreinum að hraða alþjóðlegri sókn.
Við hlökkum til að deila sýn okkar og varpa ljósi á hvað þessi tímamót þýða fyrir bæði okkur og íslensk fyrirtæki. Að sama skapi verður gaman að skála með vinum, stofnendum og samferðafólki sem hefur trú á vegferðinni með okkur.